Þýska blaðið Bild heldur því fram að aðeins sex félög eigi möguleiki á því að fá Erling Haaland frá Dortmumnd, í fréttinni segir að Haaland hafi ekki neinn einasta áhuga á að fá Chelsea.
Chelsea er eitt þeirra félaga sem hefur áhuga á að kaupa norska framherjann í sumar en þessi tvítugi markahrókur hefur ekki áhuga á að spila fyrir Cheslea, samkvæmt Bild.
BIld segir að Haaland hafi áhuga á þremur félögum á Englandi, um er að ræða Manchester United og City auk Liverpool. Þessi þrjú félög gætu heillað þennan magnaða sóknarmann.
Bild segir að Juventus væri félag sem Haaland hefði áhuga á að spila fyrir auk Real Madrid og Barcelona sem eru risarnir á Spáni.
Í frétt Bild segir að Haaland vilji taka næsta skref í lið sem er að vinna titla, ekki lið sem á möguleika á næstu árum. Líklegt er að Dortmund reyni að selja Haaland í sumar fyrir rúmar 100 milljónir punda, sumarið 2022 verður verðmiði hans rúmar 60 milljónir punda. Slík klásúla er í samningi hans.