Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar eru par samkvæmt öruggum heimildum DV.
Ingibjörg og Jón hafa verið óaðskiljanleg lengi vel – sjást ganga saman um miðborgina en þau starfa saman á fréttamiðlinum Stundin sem hefur aðsetur í miðborginni.
Ritstjórarnir eru skráð á sama heimilisfang á Seltjarnarnesi. Ingibjörg og Jón hafa verið vinir lengi og starfað saman á annan áratug á mismunandi tímaritum og blöðum, þar á meðal DV, Ísafold og stofnuðu Stundina saman. Fantagóðir pennar, sjarmerandi bæði tvö og óhrædd við áskoranir.
Fókus óskar parinu innilega til hamingju og góðs gengis.