fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

WHO segir ólíklegt að heimsfaraldrinum ljúki á þessu ári

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 07:41

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur ólíklegt að heimsfaraldri kórónuveirunnar ljúki á þessu ári. Tekist hefur að stöðva útbreiðslu hans í sumum löndum með sóttvarnaaðgerðum og bólusetningum en það er enn of snemmt að vonast til að búið verði að kveða hann alveg niður fyrir árslok.

Þetta sagði Michael Ryan, yfirmaður neyðardeildar WHO, á fréttamannafundi í gær að sögn The Guardian. Hann sagði að bólusetning viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólk hafi í för með sér að betri stjórn hafi náðst á faraldrinum en að hann muni setja mark sitt á heimsbyggðina á næsta ári. „Það er allt of snemmt og ég tel óraunhæft að vonast til að við höfum sigrað þessa veiru í árslok,“ sagði hann.

Hann sagði að ef bólusetningar fari að hafa áhrif á dánartíðni og innlagnir á sjúkrahús og útbreiðslu veirunnar þá telji hann að heimsbyggðin muni hratt færast í átt að því að hafa fullkomna stjórn á faraldrinum.

Smitum hefur fjölgað á heimsvísu að undanförnu eftir fækkun í tæplega tvo mánuði að sögn The Guardian. WHO skiptir heiminum upp í sex svæði og á þremur þeirra hefur smitum farið fjölgandi að undanförnu, það er í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Suðaustur-asíu og Miðausturlöndum.

„Þetta eru vonbrigði en ekki óvænt,“ sagði Tedros Adhanom, aðalritari WHO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift