Everton tók á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Everton en leikið var á heimavelli liðsins, Goodison Park.
Gylfi Þór var í byrjunarliði Everton og bar fyrirliðabandið í leiknum. Þá átti hann einnig stoðsendinguna í eina marki leiksins sem Richarlison skoraði á 9. mínútu.
Everton er eftir leikinn í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig eftir 25 leiki. Southampton situr í 14. sæti með 30 stig.
Stoðsendingu Gylfa og Mark Richarlison má sjá neðst í fréttinni.
Everton 1 – 0 Southampton
1-0 Richarlison (‘9)