Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í átta daga farbann, eða til þriðjudagsins 9. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna rannsóknar á morðinu í Rauðagerði, er Albaninn Armando Bequirai var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt.
Maðurinn er í gæsluvarðhaldi og átti það að renna út næstkomandi miðvikudag. Núna er ljóst að hann getur ekki yfirgefið landið fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag í næstu viku, ef farbannið verður ekki framlengt.