fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Lykilmaður Leicester slapp með skrekkinn – Verður þó frá í sex vikur

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 1. mars 2021 18:22

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harvey Barnes, miðjumaður Leicester City verður frá í um sex vikur en hann þarf að fara í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Arsenal um síðustu helgi.

Arsenal vann leikinn 3-1 en Barnes þurfti að fara af velli á 51. mínútu vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum.

Brendan Rodgers segir að meiðsli Barnes séu ekki eins slæm og forráðamenn Leicester héldu en hann verður samt sem áður lengi frá.

„Við vonumst til að hann geti farið í aðgerð á morgun. Þetta er smá viðgerð og vonandi verður hann klár eftir sex vikur en það eru mun betri fréttir en við héldum að við myndum fá,“ sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester.

Barnes hefur leikið lykilhlutverk í liði Leicester á tímabilinu. Liðið er sem stendur í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig eftir 26 leiki. Barnes hefur spilað 25 af þessum 26 leikjum, skorað níu mörk og gefið 4 stoðsendingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Frakkinn kynntur til leiks í London

Frakkinn kynntur til leiks í London
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Óvissunni loks lokið