Zlatan Ibrahimovic framherji AC Milan verður ekki með í einvígi liðsins gegn Manchester Untied í Evrópudeildinni. Hann meiddist í leik liðsins um helgina.
United og AC Milan mætast í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar, fyrri leikurinn fer fram eftir rúma viku og tvær vikur eru í seinni leikinn.
Zlatan fór meiddur af velli í síðari hálfleik þegar liðið vann góðan sigur á Roma.
Meiðslin munu halda Zlatan á hliðarlínunni næstu þrjár vikurnar, mikil blóðtaka fyrir Milan sem berst á toppnum á Ítalíu og í Evrópudeildinni.
Miklil spenna var fyrir því að sjá Zlatan etja kappi við Manchester United, félagið sem hann lék í tæp tvö ár.