Búast má við því að Gylfi Þór Sigurðsson verði í eldlínunni þegar Everton tekur á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Staða Everton er góð fyrir endasprett tímabilsins sem er að fara af stað.
Everton er fimm stigum frá West Ham sem situr í fjórða sæti deildarinnar en Everton á tvo leiki til góða á liðið.
„Auðvitað lítur þetta vel út núna, en maður er búinn að vera í þessu það lengi til að vita að þetta getur allt farið út um gluggann á tveimur vikum,“ sagði Gylfi Þór um stöðu Everton í viðtali við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum en Morgunblaðið birtir myndskeið.
Everton er einnig komið í átta liða úrslit bikarsins og þar gæti liðið átt góðan séns á titli.
„Við eigum City í bikarnum sem verður gríðarlega erfiður leikur, deildin er það opin að það er erfitt að segja til hvernig þetta þróast. Öll liðin eru að tapa stigum gegn liðum í neðri hlutanum fyrir utan City, mars mánuður er gríðarlega mikilvægur. Ef við vinnum nokkra í röð núna erum við í góðri stöðu.“
Gylfi á sér þann draum að vinna bikar og einnig að spila í Meistaradeildinni. Hvort myndi hann velja ef til þess kæmi? „Þetta eru tveir draumuar, væri ekki alltaf gaman að spila í Meistaradeildinni,“ sagði Gylfi