fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Hrinan heldur áfram og stærsti skjálftinn gæti verið eftir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. mars 2021 13:07

Fagradalsfjall

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því á miðnætti og fram yfir hádegi í dag hafa mælst tæplega 1.500 skjálftar á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist kl. 1:31 í nótt en hann var 4,9 að stærð, um 2,6 km suðvestan við Keili. Í dag hafa mælst 18 skjálftar að stærð 3,0 eða stærri. Sá síðasti kl.12:12, að stærð 4,1, 3,3 km suðvestan við Keili.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar er rifjað upp að jarðskjálftahrinan hafi byrjað þann 24. febrúar með skjálfta að stærð 5,7 og öðrum upp á 5,0. Þremur dögum síðar varð skjálfti upp á 5,2.

Að sögn Veðurstofunnar eru svona hrinur ekki einsdæmi á þessu svæði. Árið 1933 mældust skjálftar upp á 4,9 og 5,9 við Fagradalsfjall. Urðu þá einhverjar skemmdir á húsum.

Áður hefur komið fram að árið 1929 varð skjálfti að stærð 6,2 í Brennisteinsfjöllum og gætti hans töluvert í Reykjavík.

Vísindamenn telja ekki útilokað að þessari hrinu ljúki með stórum skjálfta, jafnvel upp á 6,5. Ljóst er að íbúar á Suðurnesjum og jafnvel á höfuðborgarsvæðinu þurfa að gera ráðstafanir vegna möguleikans á svo stórum skjálfta. Mikilvægasta ráðstöfunin er sú að hafa ekki þunga muni lausa fyrir ofan höfuðhæð í íbúðarhúsnæði.Í svo stórum skjálfta gætu rúður brotnað í húsnæði nálægt upptökum skjálftans.

Sjá einnig: Jarðskjálfti á Reykjanesskaga hefur brotið rúður í Reykjavík

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“