Klukkan 01.33 í nótt var lögreglunni í Märsta í Svíþjóð tilkynnt um skothvelli við skóla í bænum. Margir heyrðu hvellina. Lögreglumenn voru strax sendir á vettvang en um klukkustund síðar voru þeir við að hætta rannsókn málsins því þeir höfðu ekki fundið neitt sem benti til að skotum hefði verið hleypt af við skólann. En þá fundu þeir mann við bátaskýli nærri skólanum og var hann látinn. Hann hafði verið skotinn til bana.
Aftonbladet skýrir frá þessu. Segir blaðið að vitni hafi séð hvítan bíl yfirgefa vettvang. Lögreglan hefur unnið að vettvangsrannsókn og yfirheyrt vitni í alla nótt.