Jack Grealish hefur verið að gera góða hluti með Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og hefur það verið verðlaunað m.a. með sæti í enska landsliðinu. Aston Villa sitja í níunda sæti deildarinnar sem stendur.
Í dag birtist myndband þar sem maður heldur á síma kærustu sinnar og segir: „Dagurinn í dag gæti ekki orðið mikið verri, besti leikmaður úrvalsdeildarinnar var að senda skilaboð á konuna mína,“
Hann sýnir skilaboðin en Grealish lét það duga að senda litla hendi að veifa. Ólíklegt er að hann fái svar.
Konan sem hann sendi skilaboðin á er Natalia Zoppa sem tók þátt í Love Island árið 2020. Hún náði ekki að vera lengi í keppninni og var send heim eftir einungis viku.
Grealish hefur verið duglegur að koma sér í vandræði með því til dæmis að mæta í ólögleg partý sem brjóta sóttvarnarlög og akstur undir áhrifum.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem um ræðir.
My fucking captain pic.twitter.com/BHXO214DBp
— M¹⁰ (@GreaIishhh) February 28, 2021