fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Manchester United missti af Håland vegna magnaðs misskilnings

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United voru orðaðir við Erling Håland í janúarglugganum árið 2020 en á endanum valdi norski framherjinn að fara til Dortmund í Þýskalandi. Margir segja það ævintýralegt klúður að ná ekki í hann vegna tengsla hans og Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Man Utd, en hann þjálfaði hann þegar hann spilaði hjá Molde.

Það kom þó upp nýlega að þetta hafi ekki verið í fyrsta skiptið sem United reyndu að ná Håland til sín. Árið 2018 þegar Håland hafði nýlega klárað frábært tímabil í Noregi, ákvað hann að hann vildi leita að nýju félagi í Evrópu. Manchester United var eitt liðana sem hafði áhuga á þessum unga framherja en kaupverðið átti að vera í kringum þrjár milljónir punda.

Þeir áttu bókað símtal með umboðsmanni Håland klukkan níu um morgun til að klára samning við hann en báðir aðilar gleymdu að gera ráð fyrir tímamismun. Þegar símtalið barst klukkan níu um morgun í Englandi var klukkan orðin tíu í Noregi og Molde búnir að samþykkja tilboð frá Salzburg.

Håland er mun meira virði núna og tapaði United gífurlega miklu á þessu. Talið er að hann fáist á í kringum 100 milljónir punda í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að endurkoma Gerrard sé vel möguleg

Segir að endurkoma Gerrard sé vel möguleg
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Óvissunni loks lokið
433Sport
Í gær

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur
433Sport
Í gær

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi