fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

2 ára fangelsi fyrir nauðgun á hóteli varð að sýknu – Sagði manninn „margoft“ hafa haft samfarir við sig sofandi

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 16:30

mynd/getty samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur felldi á föstudaginn tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgun úr gildi og sýknaði þess í stað manninn af öllum sökum.

Maðurinn var í maí árið 2019 ákærður fyrir að hafa nauðgað þáverandi eiginkonu sinni á hótelherbergi árið 2014 með því að hafa án samþykkis konunnar stungið fingri sínum í leggöng hennar þegar hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga.

Í maí árið 2018 leitaði konan á lögreglustöð og lagði fram kæru gegn manninum sínum. Sagði konan að maðurinn hefði margoft haft við sig samfarir er hún svaf án hennar samþykkis á tímabilinu 2003 til 2014. Sagði konan að hún hefði frosið og rakti þau viðbrögð til kynferðisbrota sem hún hefði orðið fyrir fyrr um ævina. Þá sagði konan að hún hefði rætt við manninn og beðið hann um að gera þetta ekki aftur. Sagði hún manninn þrátt fyrir tiltalið hafa margendurtekið athæfi sitt á næstu árum.

Ákærði neitaði fyrir athæfið í skýrslugjöf til lögreglu, en ekki var gefin út ákæra vegna athæfisins.

Atvikið sem um ræddi í dómsmálinu átti sér svo stað árið 2014. Hafði fólkið, sem þá var í hjúskap, tekið á leigu hótelherbergi en brestir höfðu verið komnir í hjónabandið og konan hafði sagt við manninn að hún vildi að hann flytti út af heimilinu. Þetta tiltekna kvöld höfðu þau þó ákveðið að fara í þessa ferð erlendis og gist saman í herbergi. Um daginn höfðu þau farið saman í verslunarferð og sagði ákærði að konan hefði keypt sér nærföt sem hún hafi svo mátað og sýnt honum síðar um kvöldið.

Þá sagði maðurinn að þau hefðu jafnframt farið í hjálpartækjaverslun þar sem konan keypti sér „dildó.“ Þá hafi þau farið út að borða og svo upp á hótelherbergi. Þegar fólkið var lagst til rekkju sagði maðurinn að hann hefði rétt verið farin að „gera tilburði við hana,“ og meðal annars strokið yfir klof konunnar þegar konan brást ókvæða við. Hann sagði konuna hafa öskrað, hoppað upp úr rúminu og farið að kalla hann illum nöfnum. Næstu nætur svaf maðurinn í öðru herbergi.

Konan sagði það rétt að henni hafi verið nauðgað áður, ítrekað, og að það hafi verið „eins og henni hafi verið kippt úr sambandi.“ Sagði hún að hún hefði beðið ákærða um að flytja út af heimili þeirra, en hvað varðaði þessa ferð, þá hlytu þau að „geta hagað sér eins og fullorðið fólk.“

Næst síðasta kvöldið í ferðinni lýsti hún því svo að hún hefði vaknað og fundið að ákærði hafi verið með fingur inn í leggöngum sínum. „Hún hafi fundið þetta en ekki getað vaknað,“ segir í lýsingu af skýrslugjöf konunnar í dómnum.

Fólk sem var með hjónunum í ferðinni staðfestu að þau hefðu heyrt rifrildi milli fólksins inn á herberginu, en gátu ekki heyrt orðaskil.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að lýsing ákærða í málinu af atvikum renni styrkum stoðum undir fullyrðingu brotaþola um að hún hafi verið sofandi. „Vandséð er hvernig það, við þessar aðstæður, að bregðast ekki við snertingu geti falið í sér samþykki við þeirri kynferðislegu athöfn sem ákærði lýsir sjálfur að hann hafi viðhaft gagnvart brotaþola,“ segir meðal annars í niðurstöðu kafla héraðsdóms.

Í ljósi þessa dæmdi héraðsdómur manninn í tveggja ára fangelsi og til þess að greiða konunni eina og hálfa milljón í bætur auk sakarkostnaðar að fjárhæð um tveggja milljóna.

Landsréttur snéri þessari niðurstöðu við nú rétt fyrir helgi, eins og áður sagði, og sýknaði manninn.

Sagði í niðurstöðukafla Landsréttar að ekki hafi tekist að sanna „með skynsamlegum rökum,“ að maðurinn hafi ætlað sér að hafa önnur kynferðismök við brotaþola gegn vilja hennar þannig að honum verði refsað fyrir nauðgun. Þá sagði Landsréttur að meta yrði framburð brotaþola um að hún hafi verið „hætt að sofa hjá manninum sínum,“ í því ljósi að þau samkvæmt framburði beggja aðila, sváfu saman tveim vikum fyrir atburðinn og aftur eftir að heim úr ferðinni var komið.

Dóm Landsréttar má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“