KA og HK mættust í Boganum á Akureyri fyrr í dag í þriðju umferð riðils eitt í Lengjubikarnum. HK-menn skoruðu fyrsta mark leiksins þegar Bjarni Gunnarsson kom boltanum í netið. Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin fyrir KA á 33. mínútu og 5 mínútum fyrir leikslok skoraði Ásgeir Sigurgeirsson til að koma KA-mönnum í forystu. Fleiri voru mörkin ekki og HK fóru stigalausir heim.
Í riðli tvö tóku Þórsarar á móti KR-ingum, einnig í Boganum. Þórsarar voru lítil fyrirstaða fyrir KR og unnu Vesturbæingar þægilegan 4-0 sigur. Þeir eru með sjö stig á toppi riðilsins eftir þrjá leiki.
Í riðli þrjú mættu Stjörnmenn í heimsókn á Seltjarnarnesið til Gróttumanna. Pétur Theódór skoraði tvö mörk fyrir Gróttu en Hilmar Árni og Tristan Freyr skoruðu sitthvort markið fyrir Stjörnuna. Það var síðan Pétur Theódór sem skoraði sigurmark Stjörnumanna þegar hann kom boltanum í sitt eigið net, tíu mínútum fyrir leikslok. Því fóru leikar 3-2 fyrir Stjörnumenn sem hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðlinum til þessa.