Sheik Mansour eigandi Manchester City er efstur í flokki yfir ríkustu eigendur knattspyrnufélaga. Þessi fjársýslumaður frá Abu Dhabi á 20 milljarða punda.
Ekki langt á eftir honum kemur Dietrich Mateschitz eigandi RB Leipzig, hann er metinn á 19 milljarða punda.
Andrea Agnelli eigandi Juventus þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum en hann á 14 milljarða punda.
Fleiri þekktir kappar komast á lista yfir tíu ríkustu eigendur knattspyrnufélaga en þar má finna Roman Abramovich eiganda Chelsea og Stan Kroenke eiganda Arsenal.
Lista um þá ríkustu má sjá hér að neðan.