Eric Bailly miðvörður Manchester United hefur fengið boð um að framlengja samning sinn við félagið, samningur Bailly rennur út eftir 16 mánuði.
Bailly er 26 ára gamall varnarmaður sem á í mestu vandræðum með að haldast heill heilsu. Bailly hefur verið meiddur í 230 daga síðasta eina og hálfa árið.
Manchester United er sagt tilbúið að bjóða Bailly sem samning til ársins 2024, ef hann skrifar ekki undir er líklegt að United selji hann í sumar.
Bailly kom til United sumarið 2016 og hefur aldrei tekist að faesta sig í sessi vegna meiðsla.
Varnarmaðurinn byrjaði í jafntefli gegn Real Sociedad á fimmtudag og gæti byrjað gegn Chelsea síðar í dag.