Stjarnan tók á móti Tindastól í Lengjubikar kvenna í dag. Sauðkrækingar eru nýkomnar upp í Pepsi-deild kvenna eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni á síðasta tímabili þar sem þær töpuðu aðeins einum leik. Þær skoruðu fyrsta markið á 39. mínútu en þar var Jacqueline Altschuld á ferðinni. Staðan var 0-1 í hálfleik.
Í seinni hálfleik tók Stjarnan við sér og skoruðu þær þrjú mörk. Snædís María Jörundsdóttir jafnaði metin á 50. mínútu og kom Sædís Rún Heiðarsdóttir Stjörnukonum síðan yfir á 59. mínútu. Betsy Doon Hassett skoraði síðan síðasta mark leiksins á 75. mínútu og kláraði leikinn fyrir Stjörnuna. 3-1 sigur.
FH-ingar fengu Þór/KA í heimsókn og lauk þeim leik með 2-4 útisigri Akureyringa. Ekki er komið staðfest hverjar skoruðu mörkin í þeim leik.
Fyrr í dag höfðu Fylkir og Breiðablik gert 2-2 jafntefli. Þór/KA sitja á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki á en Blikar og Fylkir eru rétt á eftir með fjögur stig.