Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, lagði skónna á hilluna á síðasta ári til að einbeita sér að öðrum hlutum í lífinu. Til að mynda hefur hann gefið út lag, gin og fatalínu. Nýjasta uppátæki Rúriks er að taka þátt í þýsku danskeppninni Let’s Dance.
Áhorfendur þáttarins voru mjög ánægðir með frammistöðu Rúriks í þættinum sem sýndur var í gærkvöldi á sjónvarpsstöðinni RTL ef marka má ummæli netverja á Twitter.
sugar in the morning!
was bin ich gut drauf – war letzte Nacht im Traum nochmal 20 und durfte mit Rurik Cha-Cha tanzen 🙃
habt alle einen wundervollen Tag 🥰 pic.twitter.com/HlZqJkUZUa
— meganuni1 (@meganuni11) February 27, 2021
Rúrik fékk svokallað „wild card“ sem þýðir að ekki verður hægt að kjósa hann úr þættinum í næstu viku vegna frábærrar frammistöðu.
Rúrik sló í gegn á heimsvísu eftir leik Íslands gegn Argentínu á HM þar sem hann fékk hundruð þúsunda fylgjendur á Instagram en þá var hann einmitt leikmaður í Þýskalandi.
Hér má sjá myndband af Rúrik í keppninni sem og viðtal við hann.