Brighton og West Brom eigast við í ensku úrvalsdeildinni og er mikill skrípaleikur í gangi.
Brighton fengu aukaspyrnu sem Lewis Dunk skoraði úr en Lee Mason dæmdi markið af. Hann dæmdi markið síðan gott og gilt en stuttu seinna dæmdi hann það aftur af. Aldrei var staðfest af VAR hvers vegna markið var dæmt af í annað skiptið. Vafi var um hvort Lee Mason hafi blásið í flautu sína áður en spyrnan var tekin og var Johnstone í marki West Brom enn að stilla upp vegg sínum þegar Dunk tók spyrnuna.
Að lokum var markið dæmt af og varði Johnstone spyrnuna þegar hún var tekin aftur.