Brighton Hove and Albion og West Bromwich Albion eigast við í ensku úrvalsdeildinni þessa stundina. West Brom komust yfir með skallamarki Kyle Bartley eftir hornspyrnu Conor Gallagher á 11. mínútu en Brighton fengu vítaspyrnu stuttu seinna þegar boltinn fór í hendina á Okay Yokuslu, leikmanni West Brom.
Pascal Gross steig á punktinn fyrir Brighton en þrumaði boltanum beint í slánna. Því standa leikar enn 1-0 fyrir heimamenn í West Brom.