fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Alræmdur alkóhólisti dottinn í það á nýjan leik – „Ég ræð mjög vel við drykkjuna núna og nýt lífsins“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 21:30

Paul Gascoigne. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Gascoigne einn besti knattspyrnumaður sem England hefur alið af sér hefur háð harða baráttu við bakkus síðustu ár, hann hefur farið í fjölda meðferða og oft verið á slæmum stað í lífinu.

Gascoigne hefur lengi talað um vandamál sín með áfengi og fíkniefni, þrátt fyrir að vita af vandamáli sínu hefur Gascoigne tekið þá ákvörðun að byrja að drekka aftur.

Ensk blöð fjalla um málið og kemur fram að margir sem eru nánir Gascoigne hafi miklar áhyggjur, óttast er að hann fari í sama farið. Gascoigne hefur oft verið nær dauða en lífi eftir miklar tarnir, hann segist í taka hafa góð tök á drykkjunni.

„Ég verð alltaf alkóhólisti, núna get ég fengið mér nokkur glös af víni. Ég fæ mér nokkra bjóra, en ekki á hverjum degi. Ég fæ mér í glas þegar ég vil,“ sagði Gascoigne í viðtali við ensk götublöð.

Gazza hefur oft verið nær dauða en lífi eftir drykkju.
Getty Images

„Ég fæ mér í glas þegar ég fæ löngun til þess, ef mig langar í drykk þá fæ ég mér drykk. Ef ég vil ekki drykk, þá sleppi ég því. Ég hef alltaf verið svona.“

Þessi fyrrum knattspyrnumaður segist vera með góð tök á málunum í dag. „Ég fæ mér ekki sterkt áfengi, ég sleppi því alveg. Ég ræð mjög vel við drykkjuna núna og nýt lífsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Unnar hættir í stjórn KSÍ og Börkur kemur inn í hans stað – Verður sjálfkjörið á ársþinginu

Unnar hættir í stjórn KSÍ og Börkur kemur inn í hans stað – Verður sjálfkjörið á ársþinginu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mögnuð staðreynd um Liverpool-banana

Mögnuð staðreynd um Liverpool-banana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óeining innan herbúða Real Madrid – Rauk út án þess að segja orð og sumir algjörlega búnir að fá nóg

Óeining innan herbúða Real Madrid – Rauk út án þess að segja orð og sumir algjörlega búnir að fá nóg
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot talinn horfa til Barcelona

Slot talinn horfa til Barcelona
433Sport
Í gær

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land
433Sport
Í gær

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika