Alfreð Finnbogason framherji Augsburg er ekki leikfær og óvíst er hvenær þessi snjalli sóknarmaður getur spilað á nýjan leik.
Alfreð hefur ekki spilað í mánuð með Augsburg og er hann ekki byrjaður að æfa með liðinu.
Heiko Herrlich ræddi stöðu Alfreðs á fréttamannafundi í dag og sagði að hann væri að æfa einn, endurhæfing hans væri í gangi.
Íslenska landsliðið á þrjá mikilvæga landsleiki seinni hlutan í mars og er óvíst í dag hvort Alfreð geti tekið þátt í þeim leikjum.
Alfreð hefur ekki náð að skora á þessu tímabili en hann hefur misst mikið út vegna meiðsla.