Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton segir það tóma steypu að hann og James Rodriguez geti ekki spilað saman, Gylfi hefur blómstrað í stöðunni fyrir aftan framherja á þessu tímabili. Sú staða er einnig í uppáhaldi hjá James.
Gylfi Þór hefur verið í frábæru formi á þessu tímabili þegar hann hefur fengið traustið frá Carlo Ancelotti.
„Ég tel okkur geta spilað saman, ég er öruggur á því að þjálfarinn sé á sömu skoðun,“ sagði Gylfi sem hefur oftar en ekki verið á bekknum þegar James spilar fyrir aftan framherjann.
„Við getum ekki spilað í sömu stöðunni, við verðum að vinna í kringum þá hluti.“
„Hann er frábær á boltann, tæknilega mjög góður og hann sér sendingar sem enginn annar sér. Hann er með auga fyrir marki, við erum báðir leikmenn með lítinn hraða. Úti á kanti áttu frekar von á leikmanni eins og Alex Iwobi eða Richarlison sem hafa hraða sinn og kraft.“
„Við vorum saman sem fremstu menn gegn Wolves, það var öðruvísi fyrir okkur en við unnum leikinn.“