Fyrirsætan Nadía Sif Líndal og Adam Freyr Aðalsteinsson eru nýjasta parið í bænum. Nadía Sif varð landsmönnum kunn eftir heimsfræga hótelheimsókn til breskra landsliðsmanna á Hótel Sögu.
DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna.
Nadía Sif er Krabbi og Adam Freyr er Steingeit. Þessi merki eru algjörar andstæður en geta á einhvern ótrúlegan hátt smellpassað saman.
Steingeitin er stjörnumerki sem þekkir aðeins eina leið; upp. Steingeitin setur sér markmið og trúir því að með því að gefa sér tíma og leggja vinnu í eitthvað þá sé enginn draumur of stór. En Steingeitin er varkár í kringum skapsveiflur Krabbans. Það er vegna þess að Steingeitin mun ekki leggja vinnu né tíma í eitthvað sem er of óútreiknanlegt.
Krabbinn er tilfinningaríkur og þegar hann elskar, þá elskar hann sárt. En hann er einnig metnaðargjarn eins og Steingeitin.
Ástæðan fyrir því að pörun þessara merkja er góð, þegar allt bendir í hina áttina, er að ólíkir eiginleikar þeirra gera þau að sterkri heild.
Krabbi
8. júlí 2000
Steingeit
2. janúar 2001