Enginn lágmarksfjöldi – Prent, bródering og lasermerking
„Merkt er verslun sem getur merkt ýmislegt. Hingað koma viðskiptavinir til að gera hlutinn eða fatnaðinn sérstakan,“ segir Guðmunda Óskarsdóttir, eigandi Merkt. „Um leið og þú setur nafn, logo eða þína hönnun á hlut er hann orðinn mjög sérstakur fyrir kaupandann,“ segir Guðmunda. Merkt býður upp á hágæða þjónustu sem er sérsniðin að þörfum viðskiptavinanna. Ekki er þörf á lágmarksfjölda vara. Hægt er að merkja einn hlut ef þess er óskað.
„Við erum með merkingar af sem flestum toga fyrir bæði einstaklinga og smærri hópa,“ segir Guðmunda. „Okkar sérhæfing er að geta framleitt merkingu á einu stykki á viðráðanlegu verði. Viðskiptavinir geta einnig komið með sínar eigin flíkur til að merkja,“ bætir hún við. Auðvitað er gefinn afsláttur í magnkaupum. „Nýjast hjá okkur er að merkja snuð, það hefur alveg vantað hér á landi. Fyrir þá sem eru farnir að huga að brúðkaupum sumarsins þá merkjum við til dæmis brúðarglösin. Auk þess erum við með þetta hefðbundna boli, bolla, derhúfur, svuntur,“ segir Guðmunda í framhaldinu.
Merkingar á hinar ýmsu vörur eiga sinn tíma. „Núna er til dæmis tími til að huga að merkingum fyrir vor og sumar, þar sem einstaklingar vilja einkenna sig. Hvort heldur sem er með merkimiðum fyrir hönnuði, eða þá sem eru að prjóna lopapeysur fyrir túristamarkaðinn,“ segir Guðmunda. „Við gerum einnig mikið af merkjum fyrir klúbba eða fyrirtæki sem hægt er að festa á fatnaðinn sjálfur, hvort heldur sem er saumað eða prentað. Einnig eru oft séróskir um liti á fatnaði og getum við sérpantað samkvæmt þeim,“ bætir hún við.
Á vefnum www.merkt.is er hægt að hanna merkingar á hluti eða fatnað. „Með þessu er hægt að hanna sína vöru heima í rólegheitunum. Við erum til skrafs og ráðagerða frá kl. 11.00 til 18.00 alla virka daga,“ segir Guðmunda en fyrirtækið er staðsett í Faxafeni 12, í sama húsi og 66°N.
Einnig er vert að benda á facebooksíðu Merkt en þar koma reglulega upplýsingar um vörur og tilboð.