fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Rauði krossinn vill reka spilakassa áfram – Á rúmlega 4 milljarða í handbæru fé

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 09:00

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauði kross Íslands á rúmlega fjóra milljarða króna í eigin fé, þar af eru 1,6 milljarður í sjóðum og bankainnistæðum. Þetta kemur fram í reikningum samtakanna frá 31. desember 2019. Skuldir samtakanna voru þá rúmlega 506 milljónir króna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að 2019 hafi spilakassar skilað samtökunum 427 milljónum í tekjur en heildartekjur samtakanna námu þá 2,7 milljörðum. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, sagði að handbært fé geti aðeins staðið undir eins árs útgjöldum verkefna sem spilakassarnir fjármagna þegar hún var spurð hvort fjármagn úr spilakössum sé nauðsynlegt til að reka verkefni samtakanna.

Hún sagði að tekjur frá stjórnvöldum, sem voru tæplega einn milljarður 2019, fari í að greiða kostnað við rekstur ákveðinna verkefna en sjálfsaflafé fari í áhersluverkefni hverju sinni. „Dæmi um slík verkefni eru viðbragðshópar og áfallateymi um allt land, Hjálparsíminn 1717, skaðaminnkunarverkefni og vinaverkefni til að rjúfa einangrun ýmissa hópa. Heildarkostnaður af slíkum verkefnum var um 1,5 milljarðar króna á árinu 2019,“ sagði hún.

Kristín var spurð hvort það sé þversögn í því að nota framlög úr spilakössum til að bregðast við neyð ákveðinna hópa þar sem spilakassarnir skapi neyð hjá öðrum hópi, spilafíklum. Hún sagði að ef ráðist væri í fjáröflun í dag yrði önnur leið fyrir valinu. „Þessi fjáröflunarleið nær aftur til áttunda áratugar síðustu aldar með svokölluðum „tíkallaspilum“, sem á þeim tíma fjármögnuðu aðstoð við þá sem lentu í gosinu í Vestmannaeyjum,“ sagði Kristín sem sagði að Rauði krossinn sé sammála SÁS um mikilvægi þess að vernda þann viðkvæma hóp sem glímir við spilavanda. „Við teljum rétt að stjórnvöld leiði þá vinnu að koma á einhverju kerfi eins og spilakortum,“ sagði hún.

Hún sagði að Rauði krossinn hafi stórt og mikið hlutverk í almannavörnum hér á landi og það sé mikilvægt fyrir samtökin að eiga fé í handraðanum. Það sé ekki stefnan að safna fjármunum, heldur verja þeim jafnóðum til góðra verka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu