fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Kórónuveiran getur lifað á fatnaði í allt að 72 klukkustundir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 15:15

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að kórónuveiran og aðrar álíka veirur geta lifað á fatnaði í allt að 72 klukkustundir og borist yfir á aðra fleti á þeim tíma.

ITV News skýrir frá þessu og segir að það hafi verið vísindamenn við De Montfort háskólann í Leicester sem hafi rannsakað hversu lengi kórónuveiran gæti lifað á þremur efnum sem oft eru notuð í heilbrigðisgeiranum.

Niðurstaðan er að pólýester er það efni sem veiran kann best við sig á og getur lifað á því í allt að 72 klukkustundir og borist yfir á aðra fleti.

Í rannsókninni voru örsmáir dropar af kórónuveirunni HcoVOC43, sem er mjög svipuð kórónuveirunni sem herjar á heimsbyggðina þessi misserin, látnir á pólýester, blöndu af pólýester og bómull og hreina bómull.

Á hreinni bómull lifði veiran í 24 klukkustundir en aðeins í sex klukkustundir á blöndunni af pólýester og bómull.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin