fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Kórónuveiran smitast ekki með sæði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 22:30

Sæðisfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveiran getur smitast með örsmáum dropum frá hósta eða hnerra. En getur sæði dreift veirunni? Nei, er niðurstaða nýrrar rannsóknar.

TV2 skýrir frá þessu. Haft er eftir Peter Reeslev, forstjóra sæðisbankans Cryos International, að þetta séu góð tíðindi fyrir þá sem þurfa aðstoð við barneignir. „Nú þarf fólk ekki að vera óöruggt vegna þess. Stofurnar, sem við seljum sæði til, þurftu að fá að vita að veiran smitist ekki með sæði,“ sagði hann.

„Þegar heimsfaraldurinn skall á vissi enginn hvernig veiran barst á milli. Af þeim sökum var ljóst að það var á okkar ábyrgð að kanna hvort hún smitast með sæði því við tökum við sæði frá körlum,“ sagði hann einnig.

Rannsóknin var gerð í útibúi Cryos í Flórída í Bandaríkjunum og hefur hlotið samþykki Western Institutional Review Board. Sæði karla var rannsakað og PCR-próf gert á því sæði, sem karlar sem höfðu verið smitaðir af kórónuveirunni, afhentu sæðisbankanum. Meðalaldur karlanna var 32 ár.

„Með niðurstöðum nýju rannsóknarinnar finnst okkur að við getum verið örugg um að engin hætta er á að kórónuveiran smitist með sæði í tengslum við frjósemisaðgerðir,“ sagði Reeslev.

Önnur rannsókn sýndi fram á að kórónuveiran getur borist í kynfæri karla og dregið úr gæðum sæðis en ekki er vitað hvort hún hefur áhrif á frjósemi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist