fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Viðamikil lögregluaðgerð í Kópavogi í dag vekur spurningar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 19:37

Skjáskot úr myndbandi frá vettvangi aðgerðarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur undir höndum myndbönd sem sýna umfangsmikla lögregluaðgerð í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi seint í dag. Samkvæmt frásögn sjónvarvotts leiddi hópur lögreglumanna tvo menn í járnum upp á aðra hæð í iðnaðarhúsnæði á svæðinu. Sjónarvotturinn var í heimsókn í fyrirtæki á svæðinu og segist hún hafa farið af vettvangi um hálftíma eftir að lögreglumenn leiddu mennina tvo inn í húsið. Voru þeir þá enn inni í húsinu. Sjónarvotturinn segir lögregluna hafa verið á fjórum bílum og með hunda.

Myndböndin sem DV hefur undir höndum frá atvikinu sýna mennina leidda inn í húsið. Myndböndin eru tvö, hvort um sig nokkrar sekúndur.

DV hafði samband við Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjón sem stýrir rannsókninni á Rauðagerðismálinu. DV lýsti atvikinu fyrir honum en Margeir sagðist ekkert kannast við málið. Aðspurður hvort morðvopn í málinu væri fundið sagðist hann ekki svara þeirri spurningu.

Varðandi frekari upplýsingar um málið vísaði Margeir á Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Almennri löggæslu, umferðardeild og aðgerða- og skipulagsdeild. Ekki náðist í Ásgeir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

DV hefur því ekki getað fengið neinar vísbendingar eða upplýsingar frá lögreglu viðvíkjandi því hvort birting myndbandanna gæti skaðað rannsókn Rauðagerðismálsins. Er beðið með birtingu þeirra þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“