fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Vísindamaður telur að kolkrabbalíkar verur þrífist á einu tungla Júpíters

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 13:30

Kolkrabbar eru mjög greindir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Monica Grady, breskur prófessor, segist telja að líf þrífist undir ísbreiðunum á Evrópu, einu tungla Júpíters. Hún segir að þetta sé ekki líf í mannsmynd heldur meira í ætt við kolkrabba eins og við þekkjum þá hér á jörðinni.

Phys.org skýrir frá þessu. Fram kemur að Grady, sem er prófessor við Liverpool Hope háskólann, telji miklar líkur á að líf sé að finna annars staðar í vetrarbrautinni okkar. Hún telur einnig að í djúpum hellum á Mars geti líf verið að finna, líklega bakteríur. Þar þrífist líf því þar sleppi það við hættulega geisla sólarinnar. Vatn gætu þessar lífverur fengið úr ís sem sé undir jarðlögum.

„Hvað varðar líkurnar á að líf sé að finna utan jarðarinnar þá er næstum öruggt að líf er að finna undir ísnum á Evrópu,“ sagði hún að sögn phys.org.

Hún telur að lífverur á Evrópu geti verið mun þróaðri en bakteríur á Mars og hafi hugsanlega greind á við kolkrabba en þeir eru mjög greindir.

Hugsanlegt er talið að fljótandi vatn sé undir þykku íslaginu á Evrópu og þar gæti líf þrifist að mati Grady. Ísinn verndi lífið fyrir hættulegri geislun og árekstrum loftsteina.

Grady telur ekki að sólkerfið okkar sé eitthvað sérstakt eða öðruvísi en önnur sólkerfi og að þegar við förum að rannsaka aðrar stjörnur og vetrarbrautir munum við finna staði þar sem líf getur þrifist. „Ég held að það sé mjög líklegt að það sé líf annars staðar og ég tel mjög líklegt að það sé byggt upp á sama hátt og hér á jörðinni,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Í gær

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hættið að skjóta á bandarísk skip og við munum hætta að skjóta á ykkur“

„Hættið að skjóta á bandarísk skip og við munum hætta að skjóta á ykkur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“