Thierry Henry er hættur sem þjálfari Montreal Impact í MLS deildinni, hann segir ástæðurnar persónulegar.
Henry reyndi að fá starfið hjá Bournemouth á dögunum en fékk það ekki samkvæmt fréttum. Hann sagði starfinu sínu lausu hjá Montreal í dag.
Henry var aðeins ár í starfi hjá Montreal en hann segir COVID-19 veiruna stærstu ástæðu þess að hann segi upp störfum, hann hefur ekki getað verið nærri börnum sínum um langt skeið.
Henry var áður þjálfari Monaco en var rekinn eftir stutta dvöl og þá var hann aðstoðarþjálfari Belgíu.
Henry er einn besti knattspyrnumaður sem Frakkland hefur átt en hann átti magnaða tíma hjá Arsenal og Barcelona.
Thierry Henry steps down as Montreal manager, citing family reasons due to the pandemic forcing him (on a Canadian team) to be separated from his kids.
— Brian Sciaretta (@BrianSciaretta) February 25, 2021