fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Reebar Mohammed í þriggja ára í fangelsi fyrir hrottalega nauðgun á skemmtistað í Reykjavík

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 11:10

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Reebar Abdi Mohammed í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu inni á kvennaklósetti um miðjan febrúar árið 2019.

Aðfaranótt föstudagsins 16. febrúar barst lögreglu tilkynning um að konu hefði verið nauðgað. Kvaðst öryggisvörður hafa séð konuna ganga út af staðnum í átt að grindverki hinum til móts við staðinn ásamt vini sínum. Annar maður hefði svo gengið að konunni en vinur hennar öskrað á hann og rekið hann burtu. Þegar öryggisvörðurinn spurði hvað gengi á, sagði konan að maðurinn sem rekinn hafði verið burtu hefði nauðgað sér fyrr um kvöldið inni á skemmtistaðnum.

Lögregla tók skýrslu af konunni auk þess sem Reebar var yfirheyrður með hjálp vinar síns, sem túlkaði fyrir hann. Segir í dómnum að talsverð rannsókn hafi farið fram inni á skemmtistaðnum. Tæknideild lögreglu rannsakaði vettvanginn auk þess sem myndir úr eftirlitsmyndavélakerfi skemmtistaðarins var skoðað.

Á myndbandsupptökunum mátti sjá þegar konan fer inn á salernið klukkan 02:19 og að maðurinn hafi elt hana þangað inn skömmu síðar. Segir í dómnum að þau hafi kysst og faðmast utan við klósettið, að konan hafi virst nokkuð ölvuð en maðurinn allsgáður. „Horfi hann [svo] í kringum sig, en þegar enginn sé á svæðinu leiði hann brotaþola inn á kvennasalernið. Þar inni séu þau í 22 mínútur, en kl 02:44 sjáist brotaþoli koma út, reikul í spori og ganga upp stigann,“ segir jafnframt í dómnum.

Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun, með því að hafa leitt konuna inn á bás á kvennasalerni staðarins, lagt hönd hennar á ber kynfæri sín, dregið niður um hana buxurnar, stungið fingri í leggöng hennar og snúið henni svo við og reynt að þvinga lim sínum í leggöng hennar og síðar reynt að láta hana hafa við sig munnmök. Brotaþoli komst þá undan ákærða.

Af árásinni mun konan hafa hlotið sprungu, roða, sár og mar á kynfæri og spöng.

Ákærði neitaði sök fyrir dómi en í ljósi framburðar konunnar, gagna úr eftirlitsmyndavélakerfi skemmtistaðarins, og framburðar læknis sem lýsti því fyrir dómi að áverkar eins og hann hefði greint konuna með kæmu ekki við venjulegar samfarir. Þá samræmdist framburður mannsins illa fyrirliggjandi gögnum og áverkum á brotaþola.

Í ljósi þessa þótti dómara fullsannað að maðurinn hefði nauðgað konunni og er það skrifað í dóminn að maðurinn eigi sér engar málsbætur. „Réðst hann með freklegum hætti gegn kynfrelsi brotaþola.“ Í því ljósi var hann dæmdur, sem fyrr sagði, í þriggja ára fangelsi og til þess að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur vegna árásarinnar, auk annarra þriggja milljóna í sakarkostnað.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð