fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Frömdu norskir dómstólar dómsmorð? Mælt fyrir um endurupptöku hryllilegs morðmáls

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 05:23

Norskir lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír af fimm meðlimum í norsku endurupptökunefndinni féllust í síðustu viku á að mál er snýst um morð á tveimur litlum stúlkum verði tekið fyrir á nýjan leik. Ástæðan er að ekki er hægt að útiloka að Viggo Kristiansen hafi saklaus verið dæmdur í 21 árs öryggisgæslu í fangelsi. Ef svo var þá var hann fórnarlamb dómsmorðs.

Það var þann 19. maí 2000 sem Lena Sløgedal Paulsen, 10 ára, og Stine Sofie Sørstrønen, 8 ára, voru myrtar eftir að þeim hafði verið nauðgað. Þær höfðu farið niður að baðsvæðinu Baneheia í Kristiansand til að svamla aðeins en heitt var í veðri þennan dag. Þær komu aldrei aftur heim.

Tveimur dögum síðar fundust lík þeirra eftir mikla leit. Þau höfðu verið falin undir runna ekki langt frá Baneheia. Jan Helge Andersen, 19 ára, viðurkenndi að hafa nauðgað þeim og myrt. En hann hélt því einnig fram að æskuvinur hans Viggo Kristiansen, hefði tekið virkan þátt í ódæðisverkinu og neytt hann til að fremja þennan hryllilega glæp.

Viggo Kristiansen var dæmdur í 21 árs öryggisgæslu í fangelsi. Engar tæknilegar sannanir fundust fyrir að hann hefði verið á vettvangi og tekið þátt í ódæðisverkinu en hins vegar fannst mikið af sönnunargögnum sem tengdu Jan Helge Andersen við morðin og morðvettvanginn. Viggo þvertók fyrir að hafa verið á vettvangi en það stoðaði lítið og hann var fundinn sekur og hefur setið í fangelsi í tvo áratugi.

Hann er nú orðinn 41 árs og situr í Ila-fangelsinu fyrir utan Osló. Hann hefur sex sinnum sótt um endurupptöku málsins og nú bar það loks árangur.

Fram hefur komið að á um 40 mínútum á maíkvöldinu örlagaríka hafi Viggo fengið tvo smáskilaboð og sjálfur sent eitt. Farsími hans notaðist þá við sendi sem náði ekki til Baneheia en dómurinn kaus að horfa fram hjá þessu þegar hann var fundinn sekur og sagði að um tæknilegt atriði gæti verið að ræða. Annað atriði sem endurupptökunefndin taldi skipta máli nú er að á vettvangi fannst DNA úr öðrum en Jan Helge en ekki var hægt að tengja þetta DNA eingöngu við Viggo því það passar við helming allra norskra karlmanna. Sakfellingin var því aðeins byggð á framburði Jan Helge. Þar sem endurupptökunefndin hefur samþykkt að mál hans verði tekið fyrir á nýjan leik fer það annað hvort í þann farveg að ríkissaksóknari leggur fram kröfu fyrir dómi um að Viggo verði sýknaður eða þá að málið verður aftur tekið til fullrar meðferðar.

Viggo hefur aldrei sótt um reynslulausn því hann telur að það væri óbein játning á að hann sé sekur. Jan Helge var látinn laus til reynslu 2016 og hefur nú lokið við afplánun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“