Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Manchester City vann góðan sigur á Borussia Mönchengladback á meðan að Real Madrid hafði betur gegn Atalanta.
Borussia Mönchengladbach og Manchester City mættust á Puskas Arena í Ungverjalandi. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Manchester City.
Bernardo Silva kom Manchester City yfir með marki á 29. mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo og það var síðan Gabriel Jesus sem innsiglaði 2-0 sigur liðsins með marki á 65. mínútu eftir stoðsendingu frá Bernardo Silva.
Seinni leikur liðanna fer fram þann 16. mars næstkomandi.
Atalanta tók þá á móti Real Madrid í Bergamo á Ítalíu. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Real Madrid.
Atalanta lék bróðurpart leiksins einum manni færri eftir að Remo Freuler, leikmaður liðsins, var rekinn af velli.
Sigurmark leiksins kom á 86. mínútu en það skoraði Ferland Mendy eftir stoðsendingu frá Luka Modric.
Seinni leikur liðanna fer fram þann 16. mars næstkomandi.
Borussia Mönchengladbach 0 – 2 Manchester City
0-1 Bernardo Silva (’29)
0-2 Gabriel Jesus (’65)
Atalanta 0 – 1 Real Madrid
0-1 Ferland Mendy (’86)