Barcelona tók á móti Elche í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Barcelona en leikið var á heimavelli liðsins, Camp Nou.
Lionel Messi kom Barcelona yfir með marki á 48. mínútu eftir stoðsendingu frá Martin Braithwaite.
Messi var síðan aftur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu Börsunga með marki á 69. mínútu eftir stoðsendingu frá Frenkie de Jong.
Jordi Alba innsiglaði síðan 3-0 sigur Börsunga með marki á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Frenkie De Jong.
Barcelona er eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 50 stig eftir 24 leiki. Elche er í 19. sæti með 21 stig.
Barcelona 3 – 0 Elche
1-0 Lionel Messi (’48)
2-0 Lionel Messi (’69)
3-0 Jordi Alba (’73