Tottenham tók á móti Wolfsberger í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með 4-1 sigri Tottenham og því var brekkan brött fyrir gestina. Leikið var á Tottenham Hotspur Stadium í Lundúnum.
Leikurinn endaði með 4-0 sigri Tottenham og samanlögðum 8-1 sigri í einvíginu.
Dele Alli kom Tottenham yfir með marki á 11. mínútu eftir stoðsendingu frá Matt Doherty.
Carlos Vinícius bætti við öðru marki Tottenham á 50. mínútu eftir stoðsendingu frá Dele Alli.
Gareth Bale skoraði þriðja mark Tottenham á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Dele Alli og Carlos Vinícius innsiglaði síðan 4-0 sigur liðsins með marki á 83. mínútu.
Tottenham 3 – 0 Wolfsberger
1-0 Dele Alli (’11)
2-0 Carlos Vinícius (’50)
3-0 Gareth Bale (’73)
4-0 Carlos Vinícius (’83)