Spánverjinn Angelino, núverandi leikmaður RB Leipzig og fyrrverandi leikmaður Manchester City, segir að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City hafi brotið sjálfstraust sitt.
Angelino keyptur til Manchester City þegar hann var aðeins 16 ára gamall en var lítið notaður hjá liðinu og oft sendur á láni frá félaginu.
Angelino hefur nú fundið sína fjöl hjá RB Leipzig undir stjórn Julian Nagelsmann.
„Ég var hvíldur í sex mánuði þegar að ég var leikmaður undir stjórn Pep Guardiola og fékk nóg. Ég vil ekki upplifa slíkt aftur,“ sagði Angelino í viðtali.
Angelino var leikmaður Manchester City í fjögur ár áður en hann var síðan seldur til hollenska liðsins PSV árið 2018. Hann spilaði aðeins 12 leiki fyrir Manchester City og telur að hann hafi ekki fengið sanngjarna meðferð.
„Þetta drap mig. Sjálfstraust er allt sem þú átt þegar að þú hefur ekki traust frá knattspyrnustjóranum,“ sagði Angelino, leikmaður RB Leipzig.