Evrópska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á kynþáttafordómum í garð Zlatan Ibrahimovich framherja AC Milan. Atvikið átti sér stað í síðustu viku í Serbíu er liðið mætti Rauðu Stjörnunni.
Engir áhorfendur voru nánast á vellinum þegar liðin mættust í Evrópudeildinni, fyrir utan nokkra aðila sem voru á VIP svæðinu.
Ljótum orðum var beint til Zlatan frá aðila í VIP stúkunni sem gerði lítið úr tengslum Zlatan við Bosníu. Þessi magnaði framherji á ættir að rekja til Bosníu.
Zlatan kom ekki við sögu í leiknum en málið hefur nú ratað á borð UEFA sem skoðar málið.
Rauða Stjarnan hefur látið vita að félagið muni hjálpa við að finna sökudólginn, búast má við að Rauða Stjarnan fái sekt.