fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hámark klikkunarinnar eða bara heimska? Nýjasta samsæriskenningin sem tröllríður netinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 05:25

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan íbúar í Texas og öðrum ríkjum í suðurhluta Bandaríkjanna eru að jafna sig eftir mikið vetrarveður sem herjaði á ríkin í síðustu viku með tilheyrandi snjó og kulda fara samsæriskenningasmiðir mikinn á netinu og dreifa og ræða ótrúlega samsæriskenningu. Samsæriskenningar eru auðvitað oft á tíðum ótrúlegar og undarlegar en þessi hlýtur eiginlega að vekja upp spurningar um hvort þetta sé sú klikkaðasta til þessa eða hvort samsæriskenningasmiðirnir séu bara svona heimskir?

Kenningin gengur út á að vetrarveðrið hafi í raun ekki verið raunverulegt heldur manngert og að á bak við það hafi enginn annar en Bill Gates, stofnandi Microsoft, staðið. Hann hafi sent þetta veður yfir ríkin til að kynda undir áhyggjur fólks um hnattræna hlýnun og loftslagsbreytingarnar.

Kenningunni hefur mikið verið dreift á TikTok og undarleg myndbönd birt með. Nokkur myllumerki hafa sprottið upp í kringum kenninguna, til dæmis #governmetnsnow, þar sem því er haldið fram að snjókoman í Texas hafi verið af mannavöldum. Sumir hafa birt myndir af sér við að reyna að bræða snjó þessu til „sönnunar“.

Skjáskot/TikTok

Þegar snjórinn bráðnar ekki þegar eldur er borinn upp að honum telja sumir að þar sé komin sönnun þess að um manngert óveður og snjó hafi verið að ræða.

Skjáskot/TikTok

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í einu myndbandi sést kona halda kveikjara upp við snjókúlu og kenna Bill Gates og ríkisstjórninni um að hafa sent óveðrið yfir Texas. „Þið sjáið að hann er ekki að bráðna en hann mun brenna. Snjór brennur ekki. Snjór bráðnar. Ekkert vatn sem lekur, ekkert,“ segir hún. „Ef ég set þetta í örbylgjuofninn mun neista því það er búið að blanda málmi í þetta,“ er einnig sagt um snjóinn.

Í öðru myndbandi sést stúlka búa til snjókúlu í garðinum, halda henni yfir sprittkerti og átta sig á að kúlan bráðnar ekki samstundis, sem er að hennar sögn sönnun þess að um samsæri sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist