Valur tók á móti ÍBV í A-deild Lengjubikarsins í kvöld. Leikurinn endaði með 8-0 sigri Vals en leikið var á heimavelli liðsins, Origo vellinum.
Bergdís Fanney Einarsdóttir kom Val yfir með marki á 4. mínútu og þremur mínútum seinna varð Olga Sevcova, leikmaður ÍBV, fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Á 21. mínútu skoraði Anna Rakel Pétursdóttir, þriðja mark Vals og hún var síðan aftur á ferðinni á 36. mínútu er hún skoraði fjórða mark liðsins.
Elín Metta Jensen, skoraði fimmta mark Vals á 41. mínútu og var því staðan í hálfleik 5-0.
Valskonur bættu síðan við þremur mörkum í seinni hálfleik frá Elínu Mettu, Mist Edvardsdóttur og Mary Alice Vignola og sáu til þess að leikurinn endaði með 8-0 sigri.
Valur er eftir leikinn í 1. sæti riðils-1 með 3 stig eftir fyrstu umferð. ÍBV er í neðsta sæti riðilsins með 0 stig.
Valur 8 – 0 ÍBV
1-0 Bergdís Fanney Einarsdóttir (‘4)
2-0 Olga Sevcova (‘7)
3-0 Anna Rakel Pétursdóttir (’21)
4-0 Anna Rakel Pétursdóttir (’36)
5-0 Elín Metta Jensen (’41)
6-0 Elín Metta Jensen (’53)
7-0 Mist Edvardsdóttir (’55)
8-0 Mary Alice Vignola (’90)