Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson, bæði tónlistarfólk, eiga von á barni í sumar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Hildar.
Þetta er þeirra fjórða barn en fyrir eiga þau einn son og tvær dætur. Hildur Vala sló eftirminnilega í gegn í Idol Stjörnuleit árið 2005 þar sem Jón var dómari. Jón hefur verið í ýmsum hljómsveitum á borð við Sálin hans Jóns míns, Nýdönsk og Bítlavinafélaginu.
Þau hafa gefið út tónlist saman en þar má nefna lög á borð við lagið Fellibylur sem keppti í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2020 og lagið Tími.
Í dag starfar Hildur sem söngkennari við tónlistarskóla FÍH en Jón heldur m.a. uppi þættinum Sunnudagsmorgun með Jóni Ólafssyni á Rás 2 og stjórnar lagasmíðanámskeiðum.
DV óskar Hildi og Jóni innilega til hamingju.