fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Nýjar upplýsingar í Rauðagerðismálinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 16:09

Einn sakborninga í Rauðagerðismálinu leiddur út úr húsi Héraðsdóms Reykjavíkur mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttatilkynning frá lögreglu um Rauðagerðismorðið hefur verið yfirvofandi í dag en þegar til átti að taka inniheldur hún ekki eins mikil tíðindi og margir höfðu vænst.

Fram kemur að karlmaður á fimmtugsaldri hafi verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til þriðjudagsins 2. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Nafn mannsins kemur ekki fram í tilkynningunni en samkvæmt heimildum DV er um að ræða Íslendinginn Anton Kristin Þórarinsson.

Þeir menn sem losnuðu úr gæsluvarðhaldi í dag  voru úrskurðaðir í tveggja vikna farbann, eða til þriðjudagsins 9. mars.

Albaninn Armando Beqirai, sem búsettur hafði verið á Íslandi í sjö ár, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði seint um laugardagskvöldið 13. febrúar. Skotið var mörgum skotum á Armando en þau hæfðu hann ekki öll. Talið er að notast hafi verið við hljóðdeyfi en það hefur ekki fengist staðfest.

Annar albanskur maður er í haldi lögreglu, grunaður um að vera skotmaðurinn, en hann hefur neitað sök. Sá maður gaf sig fram við lögreglu síðastliðið þriðjudagskvöld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“