Um miðjan dag í gær fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynning frá íbúa á Kársnesinu í Kópavogi. Íbúinn hringdi til að tilkynna um eitthvað athugavert við Kársnesbryggju en svo virtist vera sem um slagsmál væri að ræða.
Lögreglan tók kallinu að sjálfsögðu alvarlega og mætti á vettvanginn. Þá kom þó í ljós að ekki var allt sem sýndist, ekki var um að ræða alvöru slagsmál, einungis slagsmál í plati. Það voru nefnilega engir harðsvíraðir ofbeldismenn á ferðinni þarna heldur var um að ræða leiklistarnemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð.
Nemendunum brá þegar þeir heyrðu lögregluna nálgast óðfluga með sírenurnar á fullu. Ólafur Guðmundsson, leikari og leiklistarkennari, ræddi við Fréttablaðið sem greindi frá málinu. Hann sagði að krakkarnir hafi verið að taka upp atriði í stuttmynd.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá íbúa á Kársnesinu í Kópavogi um miðjan dag í gær, um að eitthvað athugavert væri í gangi við Kársnesbryggju. „Við lékum greinilega svo vel að það hefur einhver haldið að þetta væri í alvörunni,“ sagði Ólafur.
Fljótlega eftir að lögreglan mætti á svæðið var það ljóst að ekki væri um alvöru slagsmál að ræða. „Nemendurnir fengu smá sjokk fyrst þegar þeir sáu sírenurnar en þótti þetta svo bara spennandi,“ segir Ólafur.