Talsverð umræða hefur verið um frammistöðu David De Gea, markvarðar Manchester United á þessu tímabili. Spænski markvörðurinn virðist vera talsvert frá sínu besta og hefur lekið inn mörkum.
Þannig hefur De Gea fengið á sig mark úr fimm af síðustu átta skotum sem hann hefur fengið á sig í vítateig Manchester United.
Paul Scholes fyrrum leikmaður Manchester United telur að De Gea sé eitt af stóru vandamálum félagsins.
De Gea á í hættu á að missa sæti sitt í byrjunarliði United en Dean Henderson varamarkvörður liðsins setur pressu á hann.
Markvörðurinn er launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 375 þúsund pund á viku, hann hefur haldið hreinu í átt af 25 deildarleikjum tímabilsins. Fjögur af þeim hreinu lökum hafa komið í marklausum jafnteflum gegn stærri liðum deildarinnar.
„David er svo orkulaus, þetta er orðið verulegt vandamál,“ sagði Paul Scholes eftir 3-1 sigur á Newcastle um helgina.
„Það er vandamál þegar David fer ekki út í hornum eins og gegn Newcastle, gæti hann ekki gripið boltann? Hann slær boltann á mjög slæman stað.“