Áhorfendur geta frá og með morgundeginum mætt á íþróttakappleiki hér á landi, hefur það ekki verið í boði síðan í október á síðasta ári.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra greindi frá þessu eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag.
Tvö hundruð einstaklingar geta nú mætt á íþróttakappleiki en verða þeir að verða í númeruðum sætum.
Mikið ákall hefur verið eftir því að leyfa fólki að mæta á leiki sem þessa en hingað til hefur það verið bannað. Reglugerðin tekur gildi á morgun.
Því verður nú hægt að mæta á leiki í Lengjubikarnum og þá getur áhugafólk um körfu og handbolta skellt sér á völlinn.