Nágrannaslagurinn milli Liverpool og Everton fór fram á Anfield um helgina. Um var að ræða fyrstu viðureign liðanna síðan Jordan Pickford, markmaður Everton, tæklaði Virgil van Dijk, lykilmann Liverpool, með þeim afleiðingum að hann meiddist en hann er ennþá meiddur. Sá leikur endaði með jafntefli sem var ansi svekkjandi fyrir Liverpool-menn.
Liverpool var hins vegar í vandræðum um helgina og vann Everton að lokum 0-2 sigur þar sem Gylfi Sigurðsson skoraði seinna markið úr vítaspyrnu.
Amanda Holden ein frægasta sjónvarpskona Bretlands er hörð stuðningskona Everton og fagnaði sigrinum á Anfield vel og lengi, enda var þetta fyrsti sigur Everton á Anfield síðan 1999.
Holden skellti sér út í garð með dóttur sinni daginn eftir, hún var að sjálfsögðu í treyju númer 10 líkt og Gylfi. „Hermdum eftir vítaspyrnu Gylfa Sig frá því í gær,“ skrifaði Holden á Instagram á sunnudag.
Holden er þekktust fyrir hlutverk sitt sem dómari í Britain’s Got Talent sem slegið hefur í gegn á ITV í mörg ár.
Vítaspyrnuna má sjá hér að neðan.