Landhelgisgæslan sagði frá því fyrir helgi að von væri á fjórum F-35 orrustuþotum norska flughersins hingað til lands í byrjun þessarar viku ásamt 130 norskum flughersmönnum. Munu vélarnar og mennirnir sem þeim fylgir hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Tekið er fram í tilkynningu gæslunnar að strangar sóttvarnareglur gildi um sveitina á meðan dvöl hennar stendur hér á landi og er framkvæmdin unnin í samvinnu við meðal annars Landlæknisembættið.
„Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 22. febrúar til 5. mars, ef veður leyfir,“ segir í tilkynningunni.
Í frétt Austurfréttar um málið segir að aðflugsæfingar á Egilsstöðum verða frá og með deginum í dag og til föstudagsins 5. mars.
Vera norska flughersins er hluti af loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.
F-35 herþotur eru eins manna, eins hreyfils herþota framleidd fyrst og fremst fyrir bandaríska herinn í af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin. Þotan fór í sitt jómfrúarflug árið 2006 en var fyrst tekin í notkun árið 2015. 14 ríki hafa síðan keypt vélina af Bandaríkjamönnum og hana út, þar á meðal eru átta NATO ríki.
Myndbandið hér að neðan er frá fyrri dvöl norska flughersins hér á landi.