fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Páll segir að gjaldfelling menntunar blasi við vegna kvenvæðingar grunnskólanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 07:59

Páll segir að gjaldfelling menntunar blasi við.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Vilhjálmsson, kennari, fréttamaður og bloggari, fjallar um skólamál í nýlegri færslu á bloggsíðu sinni. Þar segir hann að grunnskólinn sé kvennaskóli ef mið er tekið af kennarastéttinni. Hann segir að um níutíu prósent kennara séu konur.

„Drengjum er kennt, bæði beint og óbeint, að menntun sé fyrir stúlkur. Kvenlægar kennsluaðgerðir, s.s. ,,yndislestur“ eru ráðandi eins og við er að búast í kvennaskóla,” segir Páll í færslu sinni.

Hann segir síðan að útkoman sé fyrirsjáanleg. Karlar séu einungis þriðjungur þeirra sem útskrifast úr háskóla. Munurinn sé enn meiri þegar framhaldsnám á í hlut, þar séu karlar í miklum minnihluta þeirra sem útskrifast með meistara- og doktorspróf.

Hann segir gjaldfall menntunar blasa við, háskólastéttirnar séu að kvenvæðast og að þær lækki hlutfallslega í launum miðað við aðrar starfsstéttir. Hann víkur síðan að gæðum háskólanáms í lokaorðum sínum: „Háskólanám almennt lætur á sjá, samanber hjávísindin um manngert veður og kynjafræði sem segja Darwin ómarktækan og halda fram bábiljum um að kynin séu félagslega skilgreind en ekki líffræðilega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“