„Gömlu konurnar“ sem höfðu þegar fengið fyrri skammtinn virtust eiginlega vera ótrúlega ungar. Fæðingardagarnir á skilríkjum þeirra voru ekki samhljóða og því var kallað á lögregluna. Þá kom sannleikurinn upp á yfirborðið.
„Gömlu konurnar“ reyndust vera 34 og 44 ára en til að komast fram fyrir í röðinni þóttust þær vera ömmur sína. „Þetta voru vandræðaleg mistök og nú höfum við hert öryggisreglurnar,“ sagði í fréttatilkynningu frá smitstjúkdómastofnuninni CDC í Flórída.
Í Kanada komust auðmannshjónin Rodney og Ekaterina Baker í fréttirnar nýlega eftir að þau fóru með einkaflugvél frá Vancouver til Beaver Creeik og þóttust starfa við þrif á hóteli á svæðinu til að fá bólusetningu með bóluefninu frá Moderna. Með þessu tróðust þau fram fyrir gamalt fólk af frumbyggjaættum sem átti að njóta forgangs í bólusetningunni. Það komst upp um hjónin og hafa þau verið kærð vegna málsins og jafnframt gert ljóst að þau fá ekki síðari skammtinn af bóluefninu og fari aftast í röðina og verði ekki bólusett fyrr en í sumar.