Brighton tók á móti Crystal Palace í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Crystal Palace en leikið var á AMEX vellinum, heimavelli Brighton.
Það voru gestirnir í Crystal Palace sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Það gerði Jean-Philippe Mateta á 28. mínútu eftir stoðsendingu frá Jordan Ayew.
Þetta var fyrsta mark Mateta fyrir Crystal Palace en hann gekk til liðs við félagið á lánssamningi frá þýska félaginu Mainz í janúar.
Markið var einkar glæsilegt en Mateta afgreiddi boltann með laglegri hælspyrnu í netið.